Síða Um Heimildarmyndir

Þessi heimasíða er tilenkuð heimildarmyndum og er tilgangur hennar að skapa umræðu og veita upplýsingar um heimildarmyndir og gerð heimildarmynda.

Heimildarmyndir eru kvikmyndir sem ætlaðar eru á einn eða annan hátt að lýsa veruleikanum, aðallega í þeim tilgangi að kenna, fræða eða viðhalda sögulegum heimildum. Margar heimildarmyndir hafa verið gerðar í gegnum tíðina og má þar nefna Fahrenheit 9/11, The Thin Blue Line, Man on Wire og the Act of Killing.

Markmið Grandmalofi.is er að vera kjarni heimildarmynda á internetinu.

Hér mun vera hægt að nálgast upplýsingar um hvaða heimildarmyndir er mælt með að fólk horfi á, hvar hægt er að nálgast þær og hvernig.

Hægt er að blogga um hvað sem þér finnst áhugarvert og skapa þar með nýjar umræður sem eru aðgengilegar almenningi. Umræðurnar mega vera hlutlausar en höfundurinn má einnig koma fram síðum skoðunum um myndina. Öllum er frjálst að taka þátt þar sem þetta er opin vettvangur. Einnig er líka leyfilegt að vísa til annarra greina um heimildarmyndir. Þessi síða byggir á framlagi einstaklinga sem hafa áhuga á öllu tengdu heimildarmyndum.

Allir einstaklingar sem hafa áhuga geta stofnað sinn eigin prófil sem þeir geta svo sérsniðið fyrir sig sjálfan. Þeir geta síðan notað þann prófil til þess að varpa út greinum um heimildarmyndir sem þeir hafa áhuga á að skapa umræðu um. Við bjóðum einnig einstaklingum sem hafa gert sinn eigin prófil að gefa hverri og einni heimildarmynd einkun. Sú einkun mun síðan hafa áhrif á stöðu myndarinnar á þessari síðu. Því meira sem þið skrifið um heimildarmyndir því meira af uppýsingum bætast við á þessari síðu. Markmið Grandmalofi.is er að vera miðja heimildarmynda á netinu sem allir áhugasamir einstaklingar leita eftir upplýsingum um heimildarmyndir.

Við vonum að þið hafið góð not af þessari heimasíðu og að þið mælið með henni til annarra einstaklinga í framtíðinni.