Kvikmyndir um seinni heimstyrjöldina

Gallipoli

Gallipoli er stríðsdrama sem kom út árið 1981, leikstýrð af Peter Weir og framleidd af Patricia Lovell og Robert Stigwood. Aðalhlutverkið leikur hinn kornungi Mel Gibson og Mark Lee. Myndir fjallar um nokkra unga menn frá sveitum Vestur-Ástralíu sem skrá sig í ástralska herinn á tíma fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir eru sendir til skagans Gallipoli í Ottómanveldinu þar sem þeir taka þátt í Gallipoli Herförinni. Í gegnum myndina fylgjumst við með ungu mönnunum missa sakleysislega sýn sína á stríðið og tilgang þess. Gallipoli fékk Golden Globe tilnefningu á sínum tíma ásamt því að hala inn fjölda verðlauna frá Australian Film Institute. Stórgóð mynd sem er vel þess virði að horfa á.

War Horse

War Horse kom út árið 2011 og er leikstýrt af Steven Spielberg. Handriti skrifuðu Lee Hall og Richard Curtis sem þeir byggðu á samnefndri skáldsögu Michael Morpurgo frá 1982. Meðal leikara í myndinni eru Jeremy Irvine, Emily Watson, David Thewlis, Benedict Cumberbatch og Eddie Marsan. Myndin gerist í fyrri heimstyrjöldinni og segir frá hestinum Joey, Bay thoroughbred sem er í eigu breska ungmennisins Albert (Irvine), en Joey er svo keyptur af breska hernum. Herganga Joey leiddi til kynna hans við fjölmarga einstaklinga og eigendur um alla Evrópu. Á sama tíma upplifir hann harmleiki stríðsins sem á sér stað í kringum hann. DreamWorks Pictures keypti kvikmyndaréttinn á skáldsögunni í desember 2009 og Spielberg var tilkynntur sem leikstjóri myndarinnar í maí 2010. Spielberg hefur leikstýrt fjölda kvikmynda sem fjalla um atburði seinni heimsstyrjaldarinnar en þetta er fyrsta myndin sem hann tók að sér um atburði fyrri heimsstyrjaldar. War horse var meðal annars tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna og tveggja Golden Globe verðlauna. Myndin vekur upp gleði og sorg hjá áhorfendunum og sýnir einstakt sjónarhorn hestsins Joey á stríðinu. Þessari mynd er vel hægt að mæla með og allir ættu að geta notið.