Heimildamynd um matar- og tískusóun

Í Frakklandi fer árlega fram kvikmyndahátíðin Deauville Green Awards. Heimildamyndin „Useless“ sem þær Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir eiga heiðurinn af, fékk tvær viðukenningar á hátíðinni nú í sumar, silfurverðlaun í flokki sem nefnist „Fight and adaption to climate change“ auk sérstakrar viðurkenningar frá EcoAct.

Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í maí og hefur eftir það verið boðið að taka þátt í hátíðum um allan heim. Afraksturinn hefur ekki látið á sér standa, fyrir utan viðurkenningarnar tvær í Frakklandi hefur hún líka hlotið verðlaun sem besta myndin í umhverfisflokki á Best Environmental Film Award á DOC LA heimildamyndahátíðinni í Los Angeles. Einnig var hún valin besta myndin á International Green Film Festival í Kraká í Póllandi. Nýlega hlaut hún svo verðlaunin besta heimildamyndin, á NYCTV kvikmyndahátíðinni í New York.

Heimildamyndin „Useless“ er um klukkutíma löng og fjallar um viðvarandi og vaxandi vandamál hjá Vesturlandabúum, matar- og svokallaða tískusóun. Allt of mikið er framleitt og alltof miklu er hent að sögn Rakelar, annars höfunds myndarinnar. Við erum að kaupa okkur alltof mikið af fötum, mörg hver sem eru gerð úr óendurvinnanlegum efnum.

Gott dæmi um þetta er Aliexpress æði Íslendinga sem pósturinn á Íslandi hefur ekki síst tekið vel eftir. Sprenging hefur orðið á fatakaupum Íslendinga í gegnum síðuna og ef hugsað er út í það hversu langa leið sendingin þarf að fara til að berast til okkar, er vel hægt að ímynda sér mengunina og kostnaðinn. Í myndinni er reynt að vekja fólk til umhugsunar um að velta þessum hlutum fyrir sér, gæði varanna, framleiðsluaðferðinni, launakjörum starfsmanna, flutningsleiðinni og þar fram eftir götum. Ef til vill væri betra að velja sér færri hluti úr umhverfisvænni efnum sem endast lengur. Það ætti ekki að vera svo erfitt að finna hamingjuna annars staðar en á Aliexpress.

Í myndinni eru einnig ræddar aðferðir við að minnka matarsóun, skipuleggja innkaup betur og reyna að haga þeim þannig að sem minnst fari til spillis.

Heimildamyndir um Hrunið

5. og 6. október árið 2018 stóð yfir ráðstefna á vegum Háskóla Íslands. Ráðstefnan Hrunið, þið munið þjónaði þeim tilgangi að kynna fyrir almenningi niðurstöður nýlegra rannsókna í tengslum við aðdraganda og afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins fyrir rúmum áratugi.

Dagskráin var fjölbreytt, um 100 fyrirlestrar í 20 málstofum. Fyrirlestrarnir tóku á fjölbreyttum málum. Frá því að kanna áhrif hrunsins á heilsu barna starfsmanna í fjármálageiranum á þessum tíma, yfir í afleiðingar þess fyrir íslensk stjórnmál. Síðan sem sett var upp til kynningar og upplýsingar um ráðstefnuna er einnig afar gagnleg. Þar er hægt að finna á einum stað upplýsingar um nánast allt efni, sama á hvaða formi það er, sem tengist bankahruninu hér á landi.

Vefsíðan er vel sett upp og auðvelt að nálgast allt efni. Til að gera sér í hugarlund hversu víðtæk áhrif hrunið hafði á mörgum sviðum er nóg að lesa yfir þær deildir háskólans sem birt hafa lista yfir þær fræðigreinar er skrifaðar hafa verið í sínum deildum. Þær flokkar sem finna má á síðunni innihalda sumir hverjir yfir tugi fræðigreina, og má til dæmis nefna bókmenntafræði, félagsfræði, hagfræði, heimspeki og siðfræði, lögfræði, heilsa, mannfræði, menntavísindi, sagnfræði, stjórnmálafræði og vipskiptafræði. Samtals eru birtar fræðigreinar á síðunni vel yfir hundrað.

5 heimildamyndir eru listaðar á síðunni auk tveggja leikinna kvikmynda. Í flestum tilvikum er einnig hægt að nálgast streymi af heimildamyndunum eða nánari upplýsingar um hvar sé hægt að sjá þær. Þar er einnig að finna nýjustu mynd Péturs Einarssonar „Ransacked“ frá árinu 2017.

Á síðunni, sem ætlað er að þjóna sem gagnabanki í framtíðinni, er einnig búið að safna saman listum yfir fræðibækur sem hafa verið gefnar út, kallaðar Hrunbækur. Þar er einnig hægt að nálgast allar laga og reglusetningar sem tengjast Hruninu, dómaframkvæmdir og dóma hæstaréttar. Allar skýrslur, innlendar sem erlendar eru á skrá á síðunni, einnig allur skáldskapur, leikrit og ljóðabækur sem tengjast þessum tíma í sögu landsins.

Verðlaunamyndirnar á RIFF

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF var haldin í 15. sinn á dögunum 27. september til 7. október og bauð upp á sannkallaða veislu fyrir unnendur kvik- og heimildamynda. Meðal áhugaverðari mynda hátíðarinnar var opnunarmyndin „Donbass“ eftir hinn úkraínska Sergei Losnitza, sem einnig var einn af aðalgestum hátíðarinnar. Myndin er leikin en er gerð í heimildamyndastíl og hefur yfir sér alvarlegt yfirbragð. Í Úkraínu hefur geysað stríð síðan árið 2014, þar sem 10.000 manns hafa fallið og milljónir flúið landið. Þetta stríð er að sögn Sergei fremur tilgangslaust og enn sem komið er, ríkir alger pattstaða. Sögusvið myndarinnar er nánast alfarið á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, en það eru þeir sem vilja kljúfa sig frá Úkraínu og sameinast Rússum.

Á lokadegi hátíðarinnar voru svo afhent verðlaun í nokkrum flokkum:

Gullna lundann hlaut myndin Knife + Heart í leikstjórn Yann Gonzalez. Grímuklæddur morðingi myrðir hinsegin klámmyndaleikara í París árið 1979. Myndin keppti einnig í aðalkeppni Cannes.

América í leikstjórn Erick Stoll og Chase Whiteside hlaut verðlaunin: Önnur framtíð. Þrír ólíkir bræður verða að sameinast á ný til að hugsa um 93 ára gamla ömmu sína. Bæði ævintýri og erfiðleikar fylgja í kjölfarið.

Gulleggið hlaut myndin Vesna í leikstjórn Nathalia Konchalovsky. Marina ferðast til Sankti Pétursborgar fyrir afmæli dóttur sinnar og upplifir sig óvelkomna.

Besta erlenda stuttmyndin var Gulyabani í leikstjórn Gürcan Keltek. Erfiðri ævi afturgöngu er minnst með bréfa- og dagbókarskrifum hennar í gegnum miðilinn Fethiye Sessiz frá Izmir.

Titilinn besta íslenska stuttmyndin hlaut myndin Jörmundur í leikstjórn Maddie O´Hara, Jack Bushell og Alex Herz. Jörmundur Hansen, fyrrum allsherjargoði og núverandi herrafataverslunareigandi, ræðir vísindi, trú og kraftinn sem felst í að lifa í sátt við náttúruna.

Sérstök dómnefndarverðlaun: Styx í leikstjórn Wolfgang Fischer. Rilke ákveður að uppfylla gamlan draum og sigla seglbátnum sínum ein á haf út. Stormur skellur á, og á vegi hennar verður bátur með fjölda fólks innanborðs. Erfiðar ákvarðanir eru framundan.

Næsta RIFF verður haldin fimmtudaginn 26. september til sunnudagsins 6. október árið 2019.

Nám fyrir handritshöfunda framtíðarinnar

Fyrir alla þá sem snemma á lífsleiðinni hafa ákveðið að starfa við heimilda- eða kvikmyndagerð í framtíðinni eru fjölmörg námskeið og skólar í boði fyrir unglinga frá 13 ára aldri. Anra Films býður til dæmis upp á tveggja daga stuttmyndanámskeið fyrir 13 – 16 ára unglinga. Þar fá unglingarnir tækifæri til að búa til sína eigin stuttmynd og farið er yfir allt ferlið, frá gerð handrits til eftirvinnslu. Þannig fá þeir innsýn inn í þær fjölmörgu greinar sem koma við sögu við gerð kvikmyndar. Námskeiðið er haldið í húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands og nemendurnir fá að vinna með raunverulegum tækjum, tökuvélum og eftirvinnsluforritum.

Hvaða nám tekur svo við í framhaldinu fer svolítið eftir því hvaða svið kvikmyndagerðar heillar mest. Úr nógu er að velja og erfitt getur verið að gera upp á milli þess að verða handritahöfundur, leikstjóri, kvikmyndatökumaður, hljóðmaður, ljósamaður, klippari, framleiðandi eða sjá um eftirvinnslu.

Kvikmyndaskóli Íslands kennir til dæmis leikstjórn og handritagerð, leikstjórn og framleiðslu, leiklist og skapandi tækni, sem nær yfir kvikmyndatöku, hljóðvinnslu, klippingu og myndbrellur.

Tækniskólinn býður upp á nám í hljóðupptöku og vinnslu. Það nám tekur 1 ár og á þeim tíma er farið vel yfir upptökutækni, hljóðfræði og alla rafmagnsfræði sem tengist hljóði. Stafrænni tækni er gerð góð skil auk þess sem nemendur öðlast þekkingu á tónfræði, hegðun hljóðs og hljóðsetningu.

Þeir sem vilja vinna við þrívíddarvinnslu, tæknibrellur fyrir kvikmyndir, teiknimyndagerð og eftirvinnslu kvikmynda ættu að skoða Margmiðlunarskólann. Skólinn er vel búinn tækjum og státar meðal annars af green screen stúdíói, hljóðstúdíói, MotionCapture og búnaði fyrir kvikmyndatökur. Námið tekur tvö ár, á fyrsta ári kynnast nemendur helstu forritum og aðferðarfræði í greininni. Í byrjun 3. annar velja nemendur sér svo það sérsvið sem heillar mest. Lokaönnin er skil á einu stóru verkefni sem er unnið í samstarfi við atvinnulífið og með stuðningi kennara.

Svo er að sjálfsögðu alltaf hægt að sjá hvað skólar erlendis hafa upp á að bjóða.

Casino Wars – Betting Vegas

Casino Wars – Betting Vegas

Casino Wars kom út árið 2011 og hefur vakið mikla lukku á meðal áhugamanna um spilavíti. Sértu áhugamaður um starfsemi spilavíti og langar að kíkja á bak við tjöldin hjá spilavítunum sem og svindlurum, þá skaltu slappa af, kíkja á Ruby Fortune casino app og njóta þessarar stórskemmtilegu heimildarmyndar.

Eitt af stærstu vandamálum sem fjárhættuspil og spilavíti standa frammi fyrir eru svindlarar sem eru stöðugt að leita leiða til að svindla að sér einhverjum stórum vinningum. Heimildarmyndin Casino Wars rannsakar þessi mál gaumgæfilega og fer meðal annars yfir það hvernig spilavíti eru að berjast gegn slíkum svikurum. Í gegnum árin hafa spilavíti í Las Vegas verið að nota framúrskarandi tækni til þess að finna leikmenn sem eru að svindla.

Í heimildarmyndinni er meðal annars rætt við Mr. D, fyrrverandi svindlara sem svindlaði fyrst og fremst í spilakössum. Hann fjallar meðal annars um tæknina sem hann beitti og hvort þessi tækni hafi verið árangursrík fyrir hann eða ekki. Casino Wars veitir innsýn í heim svindlara innan fjárhættuheimsins þar sem áhorfandinn fær að gægjast beint inn í líf svindlaranna sjálfra. Þeir fá einnig að upplifa reynslu þeirra leikmanna sem notuðu svokallaðan “light wand device” til að svindla í spilakössum. Samkvæmt nokkrum heimildum hefur Mr. D unnið meira en 1 milljón Bandaríkjadala með því að nota þetta tæki.

Að auki veitir heimildarmyndin innsýn í spilavítin og hvernig þau eru að höndla alla þá sem misnota hæfileika sína til að svindla á þessum fjárhætturisum. Í myndinni er rýnt í þá tækni sem spilavítin nota til að greina og finna leikmenn sem gætu verið að svindla. Þetta ferli er ekki auðvelt og það þarf allt að vera á hreinu um að ákveðinn leikmaður sé í raun að svindla á meðan hann er að spila mismunandi fjárhættuspil innan spilavítanna. Slíkar ásakanir eru ekki léttvægar og því er mikilvægt að spilavítin hafi rétt fyrir sér.

Hér er á ferðinni fræðandi mynd sem vert er að horfa á.

Hátíð íslenskra heimildamynda

Sigurvegari heimildamyndahátíðar Skjaldborgar árið 2018 heitir Söngur Kanemu og fylgist með ungri konu, rétt liðlega 18 ára, og leit hennar að söngvum frá heimalandi föður hennar, Sambíu. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís þann 5. september síðastliðinn við góðar undirtektir.

Skjaldborgarhátíðin, sem haldin var í tólfta sinn á Patreksfirði 18. – 21. maí á þessu ári, er merkileg hátíð fyrir þá sem hafa gaman af hverskonar heimildamyndum. Hún er nefnd eftir húsi sem stendur við Aðalstræti 27 og var upphaflega byggt sem samkomuhús, tilbúið til notkunar árið 1935. Þá þegar var ákveðið að húsið ætti að nefnast Skjaldborg.

Í kringum árið 1980 var farið í endurbætur á húsinu og aðstöðu til kvikmyndasýninga komið fyrir þar. Á þessum tíma var þetta ein besta sýningaraðstaða sem þekktist á landinu. Húsið var svo aftur tekið í gegn af hálfu Lionsmanna árið 2003, þá orðið illa farið. Eftir þær miklu framkvæmdir gátu reglulegar sýningar hafist aftur.

Hátíðin er þekkt fyrir að vera kjörinn vettvangur frumsýninga á nýjum íslenskum heimildamyndum, hvort sem það eru stuttmyndir eða myndir í fullri lengd, og gerir ekki upp á milli efnistaka né aðgangs að fjármagni við gerð þeirra. Allir geta sótt um að skrá sitt framlag til sýninga á hátíðinni, og í raun er eina skilyrðið það að myndin megi ekki hafa verið sýnd áður í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi hérlendis.

Skjaldborgarhátíðin gefur því bæði kvikmyndaáhugamönnum og kvikmyndagerðarfólki tækifæri á að bæði sjá og kynna sér verk sem erfitt hefði verið að nálgast opinberlega annars. Í lok hátíðar hafa alltaf verið veitt áhorfendaverðlaun, Einarinn, og frá 2017 hefur dómnefnd einnig veitt verðlaun, Ljóskastarann.

Frestur til að skrá heimildamynd á næstu hátíð er til 19. apríl 2018. Þó er gott að hafa í huga að enskur texti þarf að fylgja með öllum myndum sem sýndar eru á hátíðinni, því hátíðin hefur ekki síst öðlast miklar vinsældir meðal erlendra gesta.